Leikmenn Leicester, voru mætti til Kaupmannahafnar í gær þar sem jólapartý þeirra fór fram. Liði situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Eftir góðan sigur á Brighton á laugardag fóru leikmenn liðsins til Köben, gleðskapur þeirra fór fram í Tivoli.
Þegar leikmenn liðsins voru að ganga frá hóteli sínu í Tivoli, sáu ljósmyndarar þá og áttuðu sig á að þarna væru leikmenn Leicester.
Leikmenn Leicester voru allir klæddir í búninga, sem voru margir hverjir ansi skrautlegir.
Eitthvað fór það illa í leikmenn Leicester að ljósmyndarar hafi séð þá. Ben Chilwell, bakvörður liðsins er sagður hafa hótað því að berja einn af þeim ef hann myndi ekki fara í burtu. Fleiri leikmenn blönduðu sér í málið og voru talsverð læti.
Myndir af þessu eru hér að neðan.