Unai Emery gæti enn verið rétti maðurinn fyrir Arsenal segir goðsögn félagsins, Robert Pires.
Margir kalla eftir því að Emery verði rekinn en gengi Arsenal á leiktíðinni hefur alls ekki verið gott.
Frakkinn hefur þó enn trú á Emery og telur að hann geti náð því besta úr leikmönnum liðsins.
,,Allir vita það, jafnvel Unai Emery, að Arsenal er í miklum vandræðum,“ sagði Pires við Omnisport.
,,Emery er keppnismaður svo ég held að hann nái árangri og ég vona það innilega. Staðan er ekki góð en hann og leikmenn þurfa að finna lausn.“