Sveinn Aron Guðjohnsen er heldur betur byrjaður að láta finna fyrir sér á Ítalíu.
Framherjinn ungi leikur með Spezia í B-deildinni á Ítalíu og fær nú reglulega að spila með félaginu.
Spezia er að berjast við botninn í deildinni en liðið vann góðan 2-0 heimasigur á Frosinone í dag.
Þar komst Sveinn á blað en hann skoraði fyrsta mark liðsins á 26. mínútu fyrri hálfleiks.
Hér má sjá markið.
Sveinn Aron á skotskónum. pic.twitter.com/6ELj9SelLj
— Íslendingavaktin (@Islendingavakt) 24 November 2019