Robbie Savage, fyrrum landsliðsmaður Wales, hefur ákveðið að taka skóna frægu úr hillunni.
Þetta staðfesti leikmaðurinn sjálfur í gær en hann hætti að spila fyrir heilum átta árum síðan.
Savage er 45 ára gamall í dag en hann hefur gert samning við Stockport Town sem leikur í utandeild Englands.
Savage hefur undanfarin ár gert það gott sem sparkspekingur og mun halda áfram að sinna því starfi.
Savage er uppalinn hjá Manchester United en hann spilaði alls 623 leiki á ferlinum fyrir ýmis félög.
⚽️ looking forward to it https://t.co/iVHzp1QxOu
— Robbie Savage (@RobbieSavage8) 24 November 2019