Eden Hazard, leikmaður Real Madrid skemmti sér ekki mikið á æfingum undir Antonio Conte og Maurizio Sarri.
Sarri og Conte unnu með Hazard hjá Chelsea en hann ákvað að taka skrefið til Spánar í sumar.
Þar vinnur Hazard með goðsögninni Zinedine Zidane og eru æfingarnar þar mun skemmtilegri að hans sögn.
,,Við æfum alltaf með boltann. Þegar þú upplifir æfingar hjá Ítölum eins og Conte eða Sarri þá er það miklu leiðinlegra,“ sagði Hazard.
,,Það er erfitt að bera þá saman. Ég var hrifinn af Zidane hjá Madrid og fannst ég tengja. Ég dáist að honum og hann er með smá völd yfir mér.“