Frank Lampard útilokar það að feta í fótspor Jose Mourinho og taka við liði Tottenham einn daginn.
Mourinho var ráðinn stjóri Tottenham í vikunni en hann var áður í guðatölu hjá stuðningsmönnum Chelsea.
Portúgalinn er hins vegar ekki eins vinsæll í dag eftir að hafa tekið við grönnunum í Tottenham.
,,Ég get svo sannarlega sagt nei. Þið getið birt þau ummæli eftur eftir tíu ár eða hvenær sem þið viljið. Það mun aldrei gerast,“ sagði Lampard.
,,Þetta er þó öðruvísi. Jose Mourinho hefur unnið fyrir mörg félög og þú verður að virða hans vinnu.“