Mohamed Salah spilaði ekki með Liverpool í dag sem mætti Crystal Palace í neksu úrvalsdeildinni.
Salah var á varamannabekknum í 2-1 sigri en fékk að hvíla í dag og hefur Jurgen Klopp útskýrt af hverju.
Salah hefur lítið sem ekkert æft síðustu daga en mun snúa aftur í Meistaradeildinni í næstu viku.
,,Mo er í góðu lagi. Hann gat ekki æft í níu daga, fór í landsleikjaverkefni og fór svo heim og æfði á 60-70 prósent hraða fyrir gærdaginn,“ sagði Klopp.
,,Í gær var í fyrsta sinn sem hann æfði á 100 prósent hraða og svo þurftum við að taka ákvörðun.“