Kjartan Henry Finnbogason komst á blað fyrir lið Vejle sem mætti Roskilde í Danmörku í dag.
Vejle stefnir að því að komast upp um deild og er liðið nú með 35 stig á toppnum rétt eins og Frederica.
Kjartan skoraði fjórða mark Vejle í 4-0 útisigri en Roskilde situr á botni deildarinnar og átti ekki séns.
Framherjinn er markahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur gert 12 mörk sem er tveimur meira en næsti maður.