Cristiano Ronaldo, stjarna Portúgals, gagnrýndi heimavöll Lúxemborg í gær eftir leik við liðið.
Grasið á velli Lúxemborg var hreint út sagt skelfilegt og var leikurinn langt frá því að vera fallegur.
,,Það er alltaf mikilvægt og heiður að spila fyrir landsliðið og skora mark sem hjálpaði okkur að komast áfram,“ sagði Ronaldo.
,,Við spiluðum tvo leiki sem við þurftum að vinna og ég er ánægður. Við erum komnir á mitt fimmta EM.“
,,Það er erfitt að spila á svona völlum, þetta er kartöflugarður. Ég veit ekki hvernig lið geta spilað við svona aðstæður.“