fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Verður þetta byrjunarlið Íslands í kvöld?

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 12:30

Mikael Neville

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Kísinev í Moldóvu:

Viðbúið er að Erik Hamrén geri einhverjar breytingar á byrjunarliði Íslands í leiknum gegn Moldóvum í kvöld. Á blaðamannafundi í gær gaf Hamrén þó í skyn að engar verulegar breytingar verði gerðar. Sagðist hann ætla að tefla fram því liði sem hann telur að sé best til þess fallið að vinna í kvöld.

Hannes byrjar nær örugglega enda markmaður númer eitt hjá landsliðinu og lítið vit í öðru en að gefa honum eins margar mínútur og mögulegt er, enda fríið í Pepsi Max-deildinni býsna langt yfir veturinn. Guðlaugur Victor verður á sínum stað í hægri bakverðinum. Hann spilaði vel gegn Tyrkjum og engar líkur á öðru en að Hamrén vilji halda áfram að þróa Guðlaug í bakverðinum.

Ákveðin óvissa er um miðverðarpar Íslands í kvöld. Verða Raggi og Kári á sínum stað í vörninni eða mun Jón Guðni Fjóluson fá tækifæri? Jón Guðni spilaði gegn Andorra í október og stóð sig vel. Hann virðist vera orðinn þriðji miðvörður Íslands og þarf að fá alvöru leiki með liðinu. Rétt eins og Hannes þarf Kári að spila eins margar mínútur og mögulegt er, sérstaklega ef Ísland er að fara í strembna umspilsleiki í mars. Við veðjum því á að Jón Guðni fái tækifærið í kvöld og Ragnar Sigurðsson verði hvíldur. Þá teljum við að Hörður Björgvin Magnússon verði í vinstri bakverði í leiknum í kvöld.

Möguleikar Íslands á miðjunni eru ekki ýkja miklir. Birkir Bjarnason stóð sig frábærlega gegn Tyrkjum og ætla má að hann verði á sínum stað í kvöld. Sömu sögu er að segja af Gylfa Þór Sigurðssyni sem verður örugglega með fyrirliðabandið í kvöld.

Það er spurning hvað Hamrén gerir á vængjunum. Arnór Sigurðsson kom inn á snemma leiks gegn Tyrkjum eftir að Alfreð meiddist. Jón Daði byrjaði á hægri kanti en fór fram eftir meiðsli Alfreðs. Hamrén mun sennilega gefa Arnóri tækifærið á hægri kantinum í kvöld. Arnór Ingvi Traustason byrjaði á vinstri vængnum gegn Tyrkjum og það gæti vel farið svo að hann haldi sínu sæti. Mikael Neville Anderson gæti einnig komið óvænt inn í liðið og skjótum við á að það verði niðurstaðan. Mikael er ungur og efnilegur leikmaður og það væri kærkomið að gefa honum tækifærið í þessum leik. Hann kom inn á undir lok leiks gegn Tyrkjum sem sýnir að Hamrén er spenntur fyrir honum og vill augljóslega skoða hann betur.

Við teljum að engar sérstakar breytingar verði gerðar á framlínunni, fyrir utan hið augljósa sem er fjarvera Alfreðs Finnbogasonar. Kolbeinn Sigþórsson verður frammi og gæti vel slegið markametið í kvöld. Jón Daði Böðvarsson verður við hlið hans. Viðar Örn Kjartansson er orðinn heill heilsu eftir veikindi gegn Tyrkjum og mun vafalítið koma inn á af bekknum í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði