Thiago Silva, landsliðsmaður Brasilíu, er ekki mikill aðdáandi af því að spila gegn Leo Messi og er ástæðan ansi athyglisverð.
Flestir þola ekki að spila gegn Messi vegna gæða en Sila kvartar yfir því að Argentínumaðurinn reyni að stjórna öllum leikjum og sé með dómarana á sínu bandi.
,,Hann vildi taka yfir leikinn. Hann sparkaði í tvo leikmenn og dómarinn gerði ekkert,“ sagði Silva en Argentína vann Brassa 1-0 á dögunum.
,,Ég reifst við dómarann og hann hló endalaust. Stundum þá verðuru að setja aðdáunina til hliðar.“
,,Hann reynir alltaf að neyða dómarana til að gefa þeim aukaspyrnur á hættulegum stað. Hann hagar sér alltaf þannig.“
,,Við ræddum við suma leikmenn á Spáni og það sama gerist þar. Hann reynir að stjórna leiknum og hafa áhrif á ákvarðanir dómarans.“