Íslenska karlalandsliðið vann 2-1 útisigur á Moldóva í kvöld í lokaleiknum í undankeppni EM.
Leikurinn skipti engu máli fyrir Ísland sem átti ekki möguleika á að ná öðru sæti riðilsins.
Við ræddum við Frey Alexandersson, aðstoðarþjálfara, eftir leik.
,,Þetta var góður sigur, ekki leikur eins og þjálfararnir vildu í síðustu umferð. Hann var mjög opinn og mikið um tæklingar, spjöld og árekstra sem enginn vildi lenda í,“ sagði Freyr.
,,Við bjuggumst við hörðu liði. Þeir ætluðu alltaf að selja sig dýrt, nýr þjálfari og gott skipulag og hrós til þeirra.“
Kolbeinn Sigþórsson fór meiddur af velli í dag og segir Freyr að þau meiðsli líti ekki vel út.
,,Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út hjá Kolla allavegana. Ökklinn á honum fór illa. Það tekur tíma að meta það hver staðan á því verður.“
,,Hann verður allavegana klár í mars, ég er viss um það.“
Nánar er rætt við Frey hér.