Ansi spes atvik átti sér stað á dögunum er lið Möltu spilaði við Spán í undankeppni EM.
Malta tapaði leiknum sannfærandi en Spánn er með miklu betra lið eins og flestir ættu að vita.
Ray Farrugia, landsliðsþjálfari Möltu, rotaðist í stutta stund á varamannabekknum en hann rak hausinn þá ansi illa í.
Sjá mátti stóran skurð á höfði Farrugia sem segist ekki muna eftir síðustu 20 mínútum leiksins.
,,Ég man nánast ekkert eftir síðustu 20 mínútunum. Ég veit að við vorum að spila gegn besta landsliði heims,“ sagði Farrugia.
Myndir af þessu má sjá hér.