Brasilíska goðsögnin Rivaldo lætur brasilíska landsliðið heyra það fyrir að láta Lucas Paqueta fá treyjunúmerið tíu hjá landsliðinu.
Paqueta er 22 ára gamall miðjumaður AC Milan en hann á aðeins að baki tíu landsleiki fyrir þjóð sína.
,,Ég horfði á leik Brasilíu og Argentínu og það var sorglegt að sjá hvað hefur gerst við treyju númer tíu,“ sagði Rivaldo.
,,Þeir létu Paqueta fá treyjuna, treyju sem hefur öðlast virðingu um allan heim. Þessi treyja á ekki heima á bekknum eða vera rekin útaf í hálfleik.“
,,Þetta er treyjan sem heimurinn þekkir því menn eins og Pele, Rivelino, Zico, Rivaldo, Kaka, Ronaldinho og Neymar klæddust henni.“