Portúgal hefur tryggt sér sæti í lokakeppni EM eftir leik við Lúxemborg á útivelli í dag.
Portúgal þurfti bara sigur á smáliðinu til að tryggja sæti sitt og það varð raunin.
Cristiano Ronaldo skoraði annað mark Portúgals í 0-2 sigri og er kominn með 99 landsliðsmörk.
Á sama tíma áttust við Serbía og Úkraína en þeim leik lauk með 2-2 jafntefli í Serbíu.
Úkraína var komið á EM fyrir leikina í dag en liðið hefur átt stórkostlega riðlakeppni.