Moldóva 1-2 Ísland
0-1 Birkir Bjarnason(17′)
1-1 Nicolae Milinceanu(56′)
1-2 Gylfi Þór Sigurðsson(65′)
Íslenska karlalandsliðið endar undankeppni EM á sigri en við spiluðum við Moldóva á útivelli í kvöld.
Leikur kvöldsins var fínasta skemmtun en strákarnir sóttu þrjú góð stig til Moldóva.
Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark Íslands snemma leiks en hann kom boltanum í netið á 17. mínútu.
Heimamenn jöfnuðu nokkuð óvænt á 56. mínútu en Moldóva ógnaði marki Íslands þónokkrum sinnum í leiknum.
Stuttu seinna skoraði Gylfi Þór Sigurðsson annað mark Íslands og fékk svo að stíga á vítyapunktinn um 12 mínútum síðar.
Gylfa tókst hins vegar ekki að skora úr spyrnunni en markvörður Moldóva varði meistaralega.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og endar Ísland riðlakeppnina með 19 stig úr tíu leikjum.