Íslenska karlalandsliðið vann 2-1 útisigur á Moldóva í kvöld í lokaleiknum í undankeppni EM.
Leikurinn skipti engu máli fyrir Ísland sem átti ekki möguleika á að ná öðru sæti riðilsins.
Við ræddum við Hannes Þór Halldórsson eftir leik:
,,Það var smá skrítið að spila þennan leik. Það tók á taugarnar þó að það væri ekki mikið undir þá settum við metnað í að vinna þetta,“ sagði Hannes.
,,Við vildum alls ekki fara héðan með vonda tilfinningu. Okkur fannst mikilvægt að klára þennan riðil með 19 stig og fara með smá momentum inn í umspilið.“
,,Við lögðum mikið upp úr því að vinna þetta en þetta var full tæpt kannski. Við fengum fullt af opnum færum en þeir voru mjög baráttuglaðir og vildu þetta mikið. Þetta var opið allan tímann.“
Hannes útilokar ekki að fara erlendis í janúar til að halda sér í leikformi þar sem íslenska deildin er ekki í gangi.
,,Ég hef ekki hugsað það langt en ég efast um það. Ég held að ég sé bara í fínum málum við góðar æfingar hjá Val og fyrir mig snýst þetta fyrst og fremst um að vera í toppstandi líkamlega og ég mun 100% verða það.“
Nánar er rætt við Hannes hér.