fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Hamren útskýrir af hverju Ísland komst ekki á EM: ,,Ef þú horfir á aðra riðla þá er þetta ekki algengt“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 21:59

Erik Hamrén

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var sáttur með frammistöðu karlalandsliðsins í 2-1 sigri á Moldóva í kvöld.

Hamren ræddi við RÚV eftir leik en Ísland endar í þriðja sæti riðilsins með 19 stig.

Svíinn geðþekki viðurkennir þó að tilfinningin sé súrsæt þar sem Ísland kemst ekki beint á EM.

,,Við vildum fá þrjú stig og við fengum þrjú stig. Það voru jákvæðir hlutir, við sköpuðum mörg færi og samspilið var gott í báðum mörkum,“ sagði Hamren.

,,Það voru líka hlutir sem máttu fara betur en við vildum fá sigur og fengum hann. Við erum með 19 stig og höfum gert ágætlega í keppninni.“

,,Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með undankeppnina því við vildum komast á EM en við höfum gert ágætlega. Ástæða fyrir því að við náum þessum ekki er því Tyrkir náðu fjórum stigum gegn Frökkum.“

,,Það er ekki það sem við bjuggumst við. Ef þú horfir á aðra riðla þá eru ekki mörg lið með 19 stig í þriðja sæti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?