Íslenska karlalandsliðið vann 2-1 útisigur á Moldóva í kvöld í lokaleiknum í undankeppni EM.
Leikurinn skipti engu máli fyrir Ísland sem átti ekki möguleika á að ná öðru sæti riðilsins.
Við ræddum við Gylfa Þór Sigurðsson eftir leik:
,,Það er svekkjandi að vera ekki á leiðinni á EM, ekki ennþá. Þeir eru með nýjan þjálfara svo þeir spila upp á framtíðina að halda sér í liðinu og vera í byrjunarliðinu,“ sagði Gylfi.
,,Við vildum klára þetta almennilega en ekki vera að meiðast heldur. Þetta var bara erfiður leikur.“
,,Ef við lítum á hversu stig við erum með þá er þetta ekkert það slæmt sko. Ef þú hefðir boðið mér 19 stig fyrir riðilinn hefði ég tekið það.“
,,Það eru ekki mörg lið með 19 stig og eru ekki á leiðinni EM svo það er gríðarlega svekkjandi en við bjuggumst við að Frakkarnir myndu taka yfir riðilinn og stinga af.“
Gylfi klikkaði á vítaspyrnu í leiknum sem var hans fjórða klúður í síðustu sex spyrnum sínum.
,,Þetta er orðið óþolandi. Þetta er mjög pirrandi. Perfect hæð fyrir hann og ég klikka ekki á næsta víti.“