Jean Kean, faðir Moise Kean, er öskuillur út í hans fyrrum félag Juventus en hann á inni tvo traktora hjá félaginu.
Kean spilar í dag með Everton en hann var seldur þangað í sumar þar sem gengið hefur verið erfitt.
Faðir leikmannsins kom honum til Juventus fyrst áriið 2014 en félagið stóð ekki við loforðin.
,,Ég fór með hann til Turin og á reynslu til Juventus sem gekk vel og þeir fengu hann til sín,“ sagði Jean.
,,Ég trúi á Guð og ég trúi á loforð en ef það er svikið þá treysti ég þeim ekki lengur.“
,,Þeir lofuðu að láta mig fá tvo traktora en ég fékk þá aldrei. Þegar hann var 14 þá valdi hann Juventus framyfir England.“
,,Guiseppe Marotta lofaði að láta mig hafa tvo traktora til að hjálpa bróður mínum á móti því að Kean myndi semja.“