Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsþjálfari U21 landsliðsins, fékk að líta rautt spjald í leik liðsins í gær.
Strákarnir fengu erfitt verkefni í undankeppni EM og töpuðu 3-0 gegn Ítölum á útivelli.
Ítalía er með gríðarlega sterkt lið og skoraði Patrick Cutrone, leikmaður Wolves, tvö í öruggum sigri.
Það varð allt vitlaust undir lok leiksins en tveir íslenskir leikmenn fengu gult spjald og tveir hjá Ítölum.
Brynjólfur Darri Willumsson og Jón Dagur Þorsteinsson fengu gult og fékk Eiður einnig rautt í látunum.
Óvíst er hvað átti sér stað nákvæmlega en þetta kemur fra í skýrslu frá KSÍ.