fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

8.500 miðar fráteknir fyrir leik Íslands og Moldóvu

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 17:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Kísinev í Moldóvu:

Óvíst er hversu margir verða Zimbru Stadium í Kísinev í kvöld þegar Moldóva tekur á móti Íslandi. Sex þúsund ársmiðahafar eiga miða á alla leiki undankeppninnar en klukkan 12 á hádegi í dag höfðu 2.500 miðar til viðbótar selst í almennri sölu. Þetta eru því samtals um 8.500 miðar sem eru fráteknir. Völlurinn tekur 10.400 áhorfendur í sæti.

Leikurinn fer fram nokkuð seint á heldur köldu sunnudagskvöldi og því óvíst hvort allir ársmiðahafar skili sér. Leikurinn hefst klukkan 21:45 að staðartíma og lýkur því ekki fyrr en um 23:30. Þar að auki hefur árangur Moldóvu í undankeppninni ekki verið upp á marga fiska, þó stuðningsmenn hafi ef til vill tekið við sér eftir góðan leik gegn heimsmeisturum Frakka á fimmtudagskvöld.

Samkvæmt fjölmiðlum í Moldóvu er reiknað með um hundrað Íslendingum á leikinn sem er nokkuð ríflegt samkvæmt upplýsingum 433.is. Að minnsta kosti einn hópur Íslendinga, samtals um tólf manns, verða á vellinum en vel gæti verið að þeir séu fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United sagt vera að landa Brasilíumanninum á rúma 7 milljarða

United sagt vera að landa Brasilíumanninum á rúma 7 milljarða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Djarfur klæðaburður stjörnunnar í nýju tónlistarmyndbandi vekur athygli

Djarfur klæðaburður stjörnunnar í nýju tónlistarmyndbandi vekur athygli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Póllandi

Íslendingar að störfum í Póllandi
433Sport
Í gær

Isak sló vafasamt met

Isak sló vafasamt met