Íslenska U21 landsliðið spilaði viuð Ítalíu í undankeppni EM í kvöld en leikið var ytra.
Ítalía er með gríðarlega sterkt landslið og hefur ekki fengið mark á sig í keppninni eftir fjóra leiki.
Ísland tapaði sínum öðrum leik í dag en Ítalir höfðu betur 3-0 og tóku annað sætið af strákunum okkar.
Riccardo Sottil skoraði fyrra mark Ítala og bætti Patrick Cutrone, leikmaður Wolves, við tveimur undir lokin.
Ísland er með níu stig eftir fimm leiki en Ítalía er með 10 stig eftir fjóra leiki.