Það er ekki mikið undir hjá íslenska landsliðinu fyrir leik gegn Moldóvu í undankeppni EM á morgun.
Ísland á ekki möguleika á að ná öðru sæti riðilsins en síðasti leikurinn fer fram á heimavelli Moldóva á morgun.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari, segir þó að leikmenn vilji vinna og enda mótið vel en hann mætti á blaðamannafund í dag.
,,Við getum ekki komist beint á EM, því miður. Hvatningin er til staðar,“ sagði Hamren.
,,Ég hef talað við leikmennina og þeir vilja enda þetta vel. Ég býst við á morgun að við munum sýna það á vellinum. Það er það sama hjá Moldóvu.
,,Þeir spiluðu vel gegn Frakklandi og býst að þeir vilji enda þetta vel. Við þurfum að vera góðir til að vinna leikinn og við viljum gera það.“
Munu ungir leikmenn fá tækifæri í þessu verkefni?
,,Þetta er spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér. Ég held að leikmennirnir sem hafa ekki spilað mikið eigi það skilið.“
,,Þetta snýst um stig en líka um virðingu fyrir andstæðingnum. Það var staðan á heimslistanum sem gerði það að verkum að við vorum í A-deild.“
,,Þetta er mikilvægt að klára þetta vel. Við munum spila með liðinu sem við teljum líklegast til að vinna á morgun.“