Didier Drogba, goðsögn Chelsea, fékk boð frá Frank Lampard um að vinna í þjálfarateymi félagsins í sumar.
Drogba hafnaði því boði þó en hann vill gerast forseti knattspyrnusambands Fílabeinsstrandarinnar.
,,Ég fékk boð um að vinna áfram með Chelsea og allt var til staðar og fullkomið,“ sagði Drogba.
,,Ég vil hins vegar hjálpa Fílabeinsströndinni því ég elska landið. Ég er leiðtogi og mínar hugmyndir eru stærri en þær fyrir þjálfara.“
,,Þjálfari hefur stór áhrif á félagið en ég vil hafa áhrif á heila þjóð. Ég vil hjálpa okkur að horfa á fótbolta á annan hátt svo við getum þróað leikinn þaðan.“