fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Arnar líkir tímanum á Akranesi við Titanic harmleikinn: ,,Hausinn fastur í bulli”

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. nóvember 2019 19:01

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R, var gestur í hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football á fimmtudag.

Arnar náði flottum árangri með Víkingum á sínu fyrsta tímabili í sumar en liðið spilaði oft glimrandi góðan bolta.

Það var þó ekki fyrsta starf Arnars í knattspyrnu en hann þjálfaði ÍA með bróður sínum Bjarka 2006, 2008 og 2009.

Þeir voru þar spilandi þjálfarar og var gengið alls ekki gott undir lokin og voru þeir látnir taka poka sinn.

Arnar ræddi þann tíma við Hjörvar Hafliðason, umsjónarmann þáttarins, og viðurkennir erfiðleikana.

,,Það var bara Titanic eftir að hún var búin að lenda á ísjakanum,“ sagði Arnar um þann tíma.

,,Án þess að það hljómi eins og afsökun þá er mjög erfitt að vera leikmaður og þjálfari. Ég myndi segja að það sé nánast ekki hægt. Sérstaklega þegar þú varst svona leikmaður eins og við.“

Arnar segir að þeir bræður hafi ekki látið mikið í sér heyra sem leikmenn og kom það niður á þjálfarahæfileikunum á þessum tíma.

,,Þú spilaðir nú með okkur með KR og þú manst hvernig við vorum í búningsklefanum, við vorum ekki hoppandi brjálæðingar heldur vorum mikið inni í okkur og pæla í okkar leik, bæði fyrir leik og í hálfleik þar sem þjálfarinn vinnur fyrir kaupinu sínu.“

,,Einhverra hluta vegna þá seinni hluta árs 2008 og 2009 þá náðum við ekki að synca þessu saman. Án þess að fara í enn frekari afsakanir þá var þetta svolítið hrun-ár og hausinn var fastur í kannski bulli.“

Það er allt annað upp á teningnum hjá Víkingum og getur Arnar einbeitt sér algjörlega að því starfi.

,,Nú er ég bara í fulltime jobbi hjá Víkingum og það er bara fulltime job. Ég geri ekkert annað en að horfa á fótbolta. Ég er að klippa leiki og geri nánast allt. Þetta krefst mikillar athygli, hausinn var annars staðar. Við vorum bara lélegir ef ég á að segja eins og er.“

Þáttinn má heyra í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Isak varar stuðningsmenn við

Isak varar stuðningsmenn við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum