Romelu Lukaku skrifaði í sumar undir samning við Inter Milan á Ítalíu og kom frá Manchester United.
Rasismi er vandamál í ítalska boltanum og varð Lukaku fyrir kynþáttaníði í september gegn Cagliari.
Hann vissi þó að rasisminn væri til staðar í landinu og var reiðubúinn að takast á við það.
,,Ég vissi að þetta myndi gerast fyrr eða seinna. Ég var tilbúinn fyrir þetta,“ sagði Lukaku.
,,Áður en ég skrifaði undir hérna þá ræddi ég vil nokkra vini sem höfðu spilað hérna og þeir vöruðu mig við.“
,,Gegn Cagliari þá var það mjög erfitt. Bæði deildin og UEFA þurftu að gera meira í þessu.“