Marcus Rashford, framherji Manchester United skrifaði markmið sín á blað þegar hann var ungur.
,,Ég vona að framtíð mín sé björt, sérstaklega í fótboltanum,“ skrifar Rashford ungur að árum.
Hann var þá byrjaður að spila með unglingaliðum Manchester United. ,,Ég hef bara eitt markmið í lífiunu og það er að vera atvinnumaður í fótbolta. Vonandi hjá Manchester United.“
Rashford þénar tug milljóna í hverri viku í dag, ungur að árum og framtíð hans virðist ansi björt.
,,Ég mun gefa allt, ég mun gera mitt besta til að verða atvinnumaður í fótbolta.“