Finnland er búið að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í fyrsta sinn í sögunni en þetta varð ljóst í kvöld.
Finnland vann 3-0 heimasigur á Liechtenstein og fylgir á eftir mjög góðum 3-0 heimasigri á Armeníu.
Með sigrinum er liðið með 18 stig í öðru sæti riðlakeppninnar á eftir Ítalíu sem er með fullt hús stiga.
Næsta lið er Grikkland í þriðja sætinu með aðeins 11 stig og ljóst að þeir eiga ekki möguleika á öðru sætinu.
Knattspyrnusamband Íslands sendi Finnum kveðju á Twitter enda um frábært afrek að ræða.
💪🏻 Congratulations on a fantastic achievement our Finnish friends! @Huuhkajat https://t.co/b82VaLOdSR
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) 15 November 2019