Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, segir að það sé mun skemmtilegra að spila með welska landsliðinu en spænska stórliðinu.
Bale er reglulega orðaður við brottför frá Real en hann er nú í verkefni með Wales.
,,Það er svo sannarlega meira spennandi að spila fyrir Wales,“ sagði Bale.
,,Ég hef spilað með mörgum eldri leikmönnunum síðan í U17. Þetta er eins og að spila með félögum þínum í garðinum á sunnudegi.“
,,Með Wales þá tala ég mitt tungumál og líður vel. Það breytir þó ekki hvað ég gef af mér á vellinum.“