fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Líklegt byrjunarlið Tyrkja gegn Íslandi – Sá markahæsti kemur inn

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Istanbúl:

Mikil spenna er í Istanbúl vegna leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM nú síðdegis. Leikurinn hefst klukkan 20 að staðartíma en 17 að íslenskum tíma.

Tyrkjum dugar stig til að tryggja sæti sitt í lokakeppni Evrópumótsins, en eins og kom fram á blaðamannafundi í gær hefur íslenska liðið ekki lagt árar í bát og ætlar sér sigur á gríðarsterkum heimavelli Tyrkja.

Tyrkneskir fjölmiðlar hafa nú birt mögulegt byrjunarlið Tyrkja í leiknum, en eins og fram hefur komið er framherjinn Cenk Tosun meiddur og þá eru taldar litlar líkur á að fyrirliðinn Emre Belezoglu verði leikfær. Tyrkneskir fjölmiðlar telja að Burak Yilmaz, framherji Besiktas, byrji sem fremsti maður. Yilmaz er markahæsti leikmaðurinn í hópi Tyrkja með 24 landsliðsmörk. Þá er talið líklegt að Hakan Çalhanoğlu verði sóknartengiliður en þessi magnaði leikmaður spilar nú með AC Milan á Ítalíu.

Líklegt byrjunarlið Tyrkja:

Markmaður:
Mert Günok – İstanbul Başakşehir

Vörn:
Zeki Çelik – Lille
Merih Demiral – Juventus
Çağlar Söyüncü – Leicester
Hasan Ali Kaldırım – Fenerbache

Miðja:
Mahmut Tekdemir –  İstanbul Başakşehir
Ozan Tufan – Fenerbache
Cengiz Ünder – Roma
Yusuf Yazıcı – Lille

Sókn:
Hakan Çalhanoğlu – AC Milan
Burak Yılmaz – Besiktas

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi
433Sport
Í gær

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“
433Sport
Í gær

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te