fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Eiður Smári var grunaður um ölvunarakstur: „Þú þarft að byrja að eiga við söguna“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, er gestur hjá Loga Bergmann, í þætti sem er kominn í Sjónvarp Símans Premium. Þessi magnaði íþróttamaður ræðir sögu sína opinskátt.

Eiður ræðir meðal annars tíma sinn í London, hjá Chelsea. Hann gekk í raðir félagsins 22 ára gamall. Ungur, frægur og ríkur. Logi spurði hann út í hvernig væri að taka á slíku, að fara ekki fram úr sér.

,,Maður gerir sín mistök eins og allir aðrir, við vorum oft barnalegir í hegðun innan æfingasvæðisins eða utan þess. Við áttum það til að fara út og skemmta okkur sem lið, það var alltaf eitthvað í okkur sem sagði samt, að að yrði enginn aumingjaskapur daginn eftir. Það væri æfing, það yrði tekið á því,“ sagði Eiður við Loga.

Enska pressan er þekkt fyrir að taka leikmenn í landinu af lífi, Eiður segir að það geti verið erfitt að eiga við hana.

,,Hún er erfið, það var nóg að það væri tekinn mynd af þér með bjór. Þá skrifuðu þeir að þú hefðir verið til fimm um morguninn. Þó að þú hafir bara verið úti að borða, alveg sama hvað það var. Það var ýkt, maður verður að taka ábyrgð á því. Maður var ekki alltaf upp á 10,“ sagði Eiður Smári og viðurkennir þar að hann hefði stundum getað gert hlutina betur.

Honum var eitt sinn slátrað af enskum blöðum, þá var hann grunaður um ölvunarakstur en var allsgáður. Pressan í Bretlandi hafði lítinn áhuga á staðreyndum í því máli.

,,Það er ekkert sérstakt, þú keyrir upp á æfingasvæði og finnst eins og allir séu að horfa á þig. Sunnudagspressan, Englendingar vissu að það var slúðrið,“ sagði Eiður.

Hann rifjaði svo upp atvikið frá 2005, þegar hann var grunaður um að hafa keyrt ölvaður. ,,Ég lenti einu sinni í það að vera stoppaður að keyra á leiðinni heim, var grunaður um ölvunarakstur. Ég fór niður á lögreglustöð og þar kom í ljós úr blóðprufu, að ég var ekki með áfengi í blóðinu. Sagan er kominn út, þú þarft að byrja að eiga við hana. Þegar kom í ljós að ég var ekki ölvaður að keyra, þá var það ein lítil setning. Það er svo margt sem getur sitið eftir út af fyrirsögn. Ég var samt alls enginn engill, sem var með allt upp á 10.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“