Það stefnir alt í það að Ísland fari í umspil um laust sæti á Evrópumótinu, næsta sumar. Ísland á veika von um að fara beint inn á Evrópumótið, til þess þarf Ísland að vinna Tyrkland á morgun og Moldóvu á sunnudag. Einnig þurfa Tyrkir að missa stig gegn Andorra á sunnudag.
Allt stefnir því í að Ísland fari í fjögurra liða umspil en eins og staðan er í dag kæmi Sviss með Íslandi í umspilið. Sviss hins vegar dugar að vinna Georgíu og Gíbraltar, þá fer liðið beint inn á EM.
Ísland myndi ekki mæta Sviss, misstígi liðið sig og fengi því Búlgaríu, Ísrael eða Rúmeníu.
Umspilið fer fram í lok mars á næsta ári og mun Ísland leika fyrri leikinn á heimavelli.
Umspilið eins og staðan er í dag
A deild: Sviss, Ísland, Búlgaría/Ísrael/Rúmenía*
B deild: Bosnía, Wales, Slovakia, Norður-Írland
C deild: Skotland, Noregur, Serbía, Bulgaria/Israel/Romania*
D deild: Georgía, Makedónía, Kósóvó, Hvíta-Rússland
* Eins og staðan er í dag þyrfti að draga um hvaða lið færu í umspil með Sviss og Íslandi í A-riðli. Þá var dregið um hvort Búlgaría, Ísrael og Rúmenía færu í A-deild, tvö færu þangað og eitt í C-deild.
Undankeppni EM klárast í næstu viku, þá verður ljóst hvaða þjóðir fara beint inn á mótið.
Þessar þjóðir eru áfram á EM eins og staðan er í dag:
England, Tékkland, Úkraína, Portúgal, Holland, Þýskaland, Írland, Danmörk, Króatía, Ungverjaland, Spánn, Svíþjóð, Pólland, Austurríki, Tyrkland, Frakkland, Belgía, Rússland, Ítalía, Finnland.