Luis Suarez, leikmaður Barcelona, skilur það ef félagið vill fá inn nýjan framherja til að leysa hann af hólmi.
Suarez er 32 ára gamall í dag en hann hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarna mánuði.
,,Væntingarnar hjá Barcelona eru risastóar. Þú ert prófaður á þriggja daga fresti og færð ekkert frí,“ sagði Suarez.
,,Þér er ekki fyrirgefið ef þú átt bara einn slæman leik. Það er ekki auðvelt að aðlagast á svona stað.“
,,Ef félagið vill fá inn aðra níu þá væri það ekki skrítið. Þannig virkar fótboltinn.“
,,Það kemur tími þar sem aldurinn leyfir mér ekki að spila í þessum gæðaflokki, á meðan ég get það þá mun ég reyna það.“