fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Kári vonast eftir kraftaverki frá Andorra – Ekki svo langsótt miðað við dramatíkina í október?

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 21:30

Frá æfingu íslenska liðsins í Istanbúl í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Istanbúl:

„Þeir eru búnir að gera mjög vel að ná fjórum stigum gegn Frökkum. Það eina í stöðunni fyrir okkur er að ná sigri gegn Tyrkjum og Moldóvu og vona að Andorra hjálpi okkur,“ sagði Kári Árnason á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Tyrkjum á morgun.

Eins og komið hefur fram verður íslenska liðið að vinna á morgun til að eiga möguleika á að tryggja sig beint í lokakeppni Evrópumótsins næsta sumar. Sigur dugar ekki einu sinni svo lengi sem Tyrkir vinna Andorra í síðasta leik sínum á útivelli á sunnudag. Tyrkir og Frakkar eru í efstu sætunum með 19 stig; Tyrkir eru ofar vegna betri árangurs í innbyrðisleikjum gegn Frökkum. Ísland er svo í þriðja sæti með 15 stig.

Fari svo að Ísland vinni Tyrkland og Moldóvu og hið ólíklega gerist að Andorra vinni Tyrki eða geri jafntefl fer Ísland beint í lokakeppnina. Andorra hefur áður velgt Tyrkjum undir uggum, en í leik liðanna á heimavelli Fenerbache í október unnu Tyrkir afar nauman sigur. Lokatölur í þeim leik voru 1-0 en Cenk Tosun, framherji Everton, skoraði sigurmarkið þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Kári sagði að Íslendingar ætluðu sér sigur á morgun, sama hvað. „Vonandi verður ekki partý í Istanbúl á morgun og við munum gera okkar besta til að tryggja að það gerist ekki. Þeir þurfa bara eitt stig og hafa tvö tækifæri til að ná í þau en við höfum eitt tækifæri til að vinna tvo leiki. Líkurnar eru á móti okkur en við höfum ekki gefist upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík