fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Hamrén sáttur við Mikael Neville: „Hann hefur litið vel út“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Istanbúl:

Mikael Neville Anderson gæti komið við sögu í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska liðið þegar liðið mætir Tyrkjum og Moldóvum í undankeppni EM.

Mikael Neville er fæddur árið 1998 en hann hefur spilað einn A-landsleik fyrir Ísland. Sá leikur kom gegn Indónesíu á síðasta ári í 6-0 sigri. Mikael var í byrjunarliðinu í þeim leik en var skipt út af eftir 63 mínútur. Mikael á þrettán leiki að baki með U21 árs landsliðinu þar sem hann hefur verið lykilmaður að undanförnu.

Undirritaður spurði Erik Hamrén hvernig Mikael Neville hefði staðið sig á æfingum síðan íslenska liðið kom saman.

„Við höfum ekki séð mikið af honum því hann og nokkrir aðrir voru að spila á sunnudag, svo var endurheimt á mánudag og æfing í gær, þriðjudag. En það var tveimur dögum eftir leikinn. Hann hefur litið vel út það, miðað við það sem ég hef séð, en við höfum ekki séð hann á 100% æfingu,“ sagði Hamrén um þennan efnilega leikmann sem hefur verið að gera góða hluti hjá Midtjylland í Danmörku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík