Juninho, yfirmaður knattspyrnumála Lyon og fyrrum leikmaður liðsins, vonar að Karim Benzema endi ferilinn hjá félaginu.
Benzema er 31 árs gamall í dag en hann hefur undanfarin ár spilað með liði Real Madrid á Spáni.
,,Það sem ég bið Karim um að gera er að enda ferilinn hjá Lyon,“ sagði Juninho við OLTV.
,,Hann er þaðan og finnur fyrir því. Af hverju ekki að finna lausn frá báðum aðilum og láta þetta verða að veruleika?“
,,Við vorum í sambandi þegar ég var í Brasilíu og mér leið eins og hann vildi koma. Hann virðir félagið mikið.“