Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks æfir þessa dagana með Fredericia í heimalandi sínu Danmörku. Hann er hins vegar ekki á leið í lið þar, hann segir Breiðablik borga svo vel að það borgi sig ekki að fara heim.
,,Ég er í fríi hjá Blikum frá því í lok september og fram til 25 janúar, þá er ég heima. Ég verð að halda mér í formi og er glaður með að Fredericia leyfi mér að æfa hérna,“ sagði Mikkelsen við danska miðla.
Mikkelsen er 29 ára gamall og ætlar að vera áfram í Blikum. ,,Ég verð fyrst og fram á Íslandi af fjárhagslegum aðstæðum,“ sagði Mikkelsen.
,,Ég fæ hærri laun hjá Blikum en ég gerði hjá OB í dönsku úrvalsdeildinni. Þeir greiða fyrir bílinn minn og húsnæði, flest lið í Danmörku geta ekki keppt við þennan pakka.“
Mikkelsen hefur verið einn besti framherji Pepsi Max-deildarinnar í eitt og hálft ár.