fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Með kvíðahnút við komuna til Tyrklands: „Yes, but I‘m not Gylfi“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 19:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Istanbúl:

Íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir leikinn mikilvæga gegn Tyrkjum í undankeppni EM á fimmtudag. Íslenska liðið hefur æft undanfarna daga í sólinni í Antalya en á morgun fer liðið til Istanbúl þar sem lokaundirbúningurinn fer fram.

Íslenskir fjölmiðlamenn hafa verið að tínast til Tyrklands og kom undirritaður til Istanbul í dag. Mikið hefur verið gert úr því að tyrkneskir landamæraverðir hafi viljandi verið að tefja Íslendinga sem koma til landsins – þá einkum og sér í lagi landsliðsmennina okkar.

Óskar Ófeigur Jónsson, blaðamaður Vísis, kom til Antalya í samfloti með tveimur landsliðsmönnum og sagði hann frá því í pistli í gærmorgun að allir hafi farið í gegnum vegabréfabréfaeftirlitið nema Íslendingar. Tyrkirnir væru augljóslega ekki búnir að gleyma burstamálinu og töfunum sem þeir lentu í við komuna til Íslands í sumar. Eftir um hálftíma bið fengu þremenningarnir þó að halda för sinni áfram. Sagði Óskar að þetta hefði gengið nokkuð hratt miðað við hjá öðrum leikmönnum. Sumir hafi þurft að bíða mjög lengi, töskurnar verið lengi að skila sér og leit gerð í farangri þeirra.

Það var ekki laust við að smá kvíði hefði gert vart við sig þegar undirritaður beið í röð eftir því að framvísa vegabréfinu á flugvellinum í Istanbul – vitandi að þetta væru hugsanlega móttökurnar. Og þegar vegabréfinu var framvísað kom á daginn að þeir vissu alveg hvert erindi Íslendingsins var í Tyrklandi. „Are you here for the game?“ spurði einn þeirra þriggja sem voru inni í bás landamæravarðarins. Þeirri spurningu var fljótsvarað en á sama tímapunkti fóru allskonar hugsanir af stað.

Þegar landamæravörðurinn sá eftirnafnið í vegabréfinu rak hann upp stór augu. „Is your name really Sigurdsson?“ spurði hann eins og Gylfi Þór Sigurðsson væri sá eini í heiminum með það eftirnafn. „Yes, but I‘m not Gylfi,“ svaraði ég að bragði og brosti vandræðalega. Þeir brostu út í annað, töluðu saman og virtust vera að velta einhverju fyrir sér í sambandi við vegabréfið. Þetta voru kannski 10-15 sekúndur, þó tíminn hafi staðið í stað á þessum tímapunkti.

Svo kom augnablikið loksins sem ég hafði beðið eftir, eiginlega alveg síðan í Leifsstöð. Landamæravörðurinn þrykkti stimplinum í vegabréfið og bauð mig velkominn til Tyrklands. Þegar allt kom til alls var hann hinn vingjarnlegasti eins og hver einasti Tyrki sem ég hef hitt í Istanbul. Hingað til hafa allir verið boðnir og búnir að svara spurningum um hitt og þetta.

Tyrkir eru eflaust með hugann við það sem skiptir máli – stórleikinn á fimmtudag. Það má búast við þokkalegri stemningu á hávaðasamasta knattspyrnuvelli heims, Turk Telekom Arena, enda geta Tyrkir gulltryggt sér sæti í lokakeppni EM með jafntefli eða sigri. Tyrkneska liðið spilar alla jafna ekki marga leiki í Istanbúl – að minnsta kosti ekki á undanförnum árum – sem undirstrikar mikilvægi hans fyrir tyrknesku þjóðina. Íslenska liðið ætlar sér þó og hefur fulla burði til að skemma partýið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld