Nú er í gangi stórleikur Manchester City og Liverpool en liðin eigast við á Anfield.
Leikurinn byrjar afar fjöruglega en eftir aðeins 14 mínútur þá er staðan orðin 2-0 fyrir heimamönnum.
Stuðningsmenn City eru þó reiðir og vildu fá vítaspyrnu stuttu áður en Fabinho kom Liverpool yfir.
Boltinn fór í hönd Trent Alexander-Arnold innan teigs en Michael Oliver dæmdi ekki víti og VAR skoðaði atvikið einnig.
Eins og sjá má fer boltinn beint í hönd varnarmannsins en hann slapp með skrekkinn.
Not handball 🤣🤣🤣🤣🤣 pic.twitter.com/p29rJ6wcC8
— Jack Hampson (@MCFC_Hampson) 10 November 2019