Mennirnir tveir sem réðust að leikmönnum Arsenal fyrr á árinu hafa verið dæmdir í 10 ára fangelsi.
Þetta var staðfest á dögunum en þeir Ashley Smith og Jordan Northover eru þeir seku.
Þeir réðust að Mesut Özil og Sead Kolasinac vopnaðir hníf í sumar og heimtuðu að fá úr leikmannana.
Kolasinac svaraði þó fyrir sig með hnefunum og voru mennirnir tveir fljótt farnir af vettvangi.
Smith er 30 ára gamall og Northcover 26 ára en þeir hafa báðir viðurkennt brot sitt og sitja nú inni.
Mjög óhugnanlegt myndband birtist af Smith í gær þar sem má sjá hann allan í blóði í fangelsinu.
Smith var mjög illa farinn en árásarmaðurinn hótaði á meðal annars að stinga hann í augað.
Við vörum við myndbandinu sem er hér.