Mauricio Pochettino segir að Tottenham hafi ekki átt skilið meira en stig gegn Sheffield United í gær.
Tottenham fékk Sheffield í heimsókn í úrvalsdeildinni en liðin gerðu 1-1 jafntefli sem voru sanngjörn úrslit að sögn Poch.
,,Þetta var jafn leikur, hann var erfiður fyrir okkur. Þeir eru með mjög skipulagt lið,“ sagði Pochettino.
,,Það var erfitt að spila í fyrri hálfleik en við vorum betri í þeim seinni. Þetta voru sanngjörn úrslit.“
,,Ég þarf að horfa fram veginn og reyna að bæta liðið. Við erum ekki í góðri stöðu í töflunni.“
,,Þegar þú vinnur ekki þá er ómögulegt að vera ánægður og við erum svekktir.“