Ian Wright, goðsögn Arsenal, er búinn að fá nóg af stöðu liðsins og heimtar breytingar.
Wright tjáði sig í gær eftir 2-0 tap gegn Leicester og vill sjá Unai Emery taka poka sinn og það strax.
,,Eitt skot á markið í kvöld! Tveir sigrar í síðustu tíu leikjum. Það er enginn stíll þarna eða leikplan,“ sagði Wright.
,,Við erum í mínus í markatölu. Vörnin hefur ekki batnað og við erum ekki að skapa neitt.“
,,Af hverju ættu Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang að framlengja? Ég skil þá vel!“
,,Við þurfum að taka þessa erfiðu ákvörðun. Arsenal er ekki að bæta sig sem lið.“