Það var kunnuglegt andlit mætt á æfingasvæði Manchester United í gær fyrir leik gegn Brighton í dag.
United fær Brighton í heimsókn á Old Trafford og þarf að svara eftir tap gegn Bournemouth í síðustu umferð.
Enginn annar en Ryan Giggs mætti á svæðið í gær en hann er ein helsta goðsögn í sögu félagsins.
Giggs mætti á æfingasvæði United og ræddi við leikmenn sem og félaga sinn Ole Gunnar Solskjær.
United mætir þó til leiks eftir sigur á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni á fimmtudag.