Unai Emery, stjóri Arsenal, viðurkennir að vængmaðurinn Nicolas Pepe sé í vandræðum þessa dagana.
Pepe kostaði 72 milljónir punda í sumar en hann fær ekki að byrja alla leiki Arsenal.
Emery segir að Arsenal hafi búist við meiru af leikmanninum sem var áður hjá Lille.
,,Hvernig hann er að aðlagast liðinu er jákvætt en það gengur hægar fyrir sig en við vildum,“ sagði Emery.
,,Við þurfum að sýna þolinmæði en líka vilja meira. Við þurfum að sjá til þess að hann sjái um sjálfan sig.“
,,Hann er ekki kominn á þann stað þar sem hann getur spilað alla leiki. Ég trúi því að hann þurfi að spila til að komast þangað.“
,,Ég nota þá leikmenn sem ég tel að geti hjálpað okkur mest í hvert skipti.“