Ander Herrera yfirgaf Manchester United í sumar en hann fór frítt til Paris Saint-Germain.
Herrera elskaði tíma sinn í Manchester en viðurkennir að það séu ekki allir þar sem horfi á fótboltann sem númer eitt.
,,Ég var hæstánægður hjá þessum magnaða klúbbi. Ég er þakklátur stuðningsmönnum,“ sagði Herrera.
,,Ég var ótrúlega ánægður í Manchester. Það komu þó tímabil þar sem ég taldi að fótboltinn væri ekki það mikilvægasta þar.“
,,Það kemur ekki úr mínum munni en fótboltinn var ekki það mikilvægasta í Manchester.“