Olivier Giroud, framherji Chelsea, þarf að yfirgefa félagið að sögn Didier Deschamps.
Deschamps er landsliðsþjálfari Frakklands en Giroud fær alltaf að spila með landsliðinu.
Giroud fær nánast ekkert að spila með Chelsea og eru Tammy Abraham og Michy Batshuayi ofar hjá Frank Lampard.
Deschamps hefur varað Giroud við því að hann þurfi að spila vilji hann spila í undankeppni EM eða í lokakeppninni.
Inter Milan er sagt hafa áhuga á að fá Giroud sem er 33 ára gamall í dag.