Barcelona 4-1 Celta Vigo
1-0 Lionel Messi(víti)
1-1 Lucas Olaza
2-1 Lionel Messi
3-1 Lionel Messi
4-1 Sergio Busquets
Lið Barcelona vann öruggan sigur í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld gegn Celta Vigo.
Lionel Messi var eins og oft áður stjarna kvöldsins en hann skoraði þrennu í 4-1 heimasigri.
Messi skoraði eitt mark af vítapunktinum og voru hin tvö virkilega falleg aukaspyrnumörk.
Börsungar eru komnir aftur á toppinn en eru með jafn mörg stig og Real Madrid.