fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Eiður Smári átti örlagaríkt samtal við Mourinho: Tók djarfa ákvörðun – ,,Get ekki sagt þetta við þig

433
Laugardaginn 9. nóvember 2019 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári átti örlagaríkt samtal við Mourinho: Tók djarfa ákvörðun – ,,Get ekki sagt þetta við þig“

Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti ef ekki besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, var gestur í hlaðvarpsþættinum FantasyGandalf á dögunum.

Eið þekkja allir Íslendingar en hann var frábær fótboltamaður og lék með stórliðum á ferlinum.

Hann ræddi á meðal annars þá ákvörðun að yfirgefa Chelsea á sínum tíma og tók skrefið til Barcelona.

Jose Mourinho var þá stjóri Chelsea en hann og Eiður áttu í góðu sambandi og var ákvörðunin að fara sameiginleg.

,,Þetta byrjaði á áhuga Real Madrid og ég fann undir lokin hjá Chelsea að þetta var síðasta tímabilið mitt,“ sagði Eiður.

,,Þá fara menn að spekúlera næsta skref og ég sá ekki fyrir mér, miðað við síðasta tímabilið hjá Chelsea, að ég ætti möguleika á að fara í þessu stærstu lið þó að tímabilið áður hafi líka verið áhugi.“

,,Mourinho kemur til mín og við þurftum ekki að eiga spjallið. Við vitum stöðuna og ég myndi aldrei segja að þú verður að fara því þú ert það góður leikmaður og mér líkar það vel við þig, við höfum upplifað tvö frábær ár saman. Ég get ekki sagt að þú verðir að fara.“

Eiður nefnir einnig að Manchester United hafi oft sýnt sér áhuga en að það hafi ekki komið til greina vegna Mourinho.

,,Ég finn að þú ert líka kominn á þann stað að þurfa að breyta til svo við finnum bara bestu lausnina. Það var nokkuð ljóst strax í því samtali að ef Sir Alex Ferguson vill fá þig þá vil ég fá Ruud van Nistelrooy, þá dó sú umræða! Þau skipti voru aldrei að fara að eiga sér stað.“

,,Svo byrja sögusagnir og samtöl að eiga sér stað og svo kemur Barcelona og segist vilja fá mig. Ég vissi að ég væri að fara þangað og líka að ég yrði ekki í aðalhlutverki miðað við leikmennina sem þeir voru með. Það er ekki hægt á ferlinum að neita svona liði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea hefur millifært 43 milljarða inn á Brighton á síðustu þremur árum

Chelsea hefur millifært 43 milljarða inn á Brighton á síðustu þremur árum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klessukeyrði Range Rover jeppa um helgina og er ákærður fyrir ölvunarakstur

Klessukeyrði Range Rover jeppa um helgina og er ákærður fyrir ölvunarakstur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stjarna United að ganga í gegnum skilnað – Giftu sig í fyrra

Stjarna United að ganga í gegnum skilnað – Giftu sig í fyrra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sætið í hættu eftir sex mörk í 19 leikjum – ,,Erum að leita að öðrum framherja sem er meiri nía“

Sætið í hættu eftir sex mörk í 19 leikjum – ,,Erum að leita að öðrum framherja sem er meiri nía“
433Sport
Í gær

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum