fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Davíð um sögusagnir um launavandræði FH í sumar: ,,Hafði ekki úrslitaáhrif á neitt”

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. nóvember 2019 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru margar sögusagnir á kreiki í sumar þegar Pepsi-Max deild karla fór fram.

Stórlið FH var mikið í umræðunni en talað var um veruleg fjárhagsvandræði félagsins sem var ekki í Evrópukeppni.

Við fengum Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliða FH, til að ræða þessi mál í hlaðvarpsþættinum 90 Mínútur.

Talað var um að margir leikmenn væru ekki að fá greidd laun og hafi farið í verkfall vegna þess.

Davíð viðurkennir að þessi mál hafi haft áhrif en að margar sögusagnir hafi verið mjög ýktar.

,,Já það hefur áhrif þegar hlutirnir eru ekki í lagi. Auðvitað voru þessar sögur stórlega ýktar og allt svoleiðis en það er ekkert launungarmál að það er ekki auðvelt að reka knattspyrnudeild á Íslandi. Það er fullt af mönnum á góðum launum,“ sagði Davíð.

,,Hins vegar það afsakar það ekki að svona hlutir eiga að vera í lagi og það hefur áhrif ef þeir eru það ekki. Þetta er bara hlutur sem hefur engin úrslitaáhrif á eitt eða neitt og það er ekki ástæðan fyrir því að við unnum ekki deildina og eitthvað svoleiðis.“

Davíð segir að félagið þurfi að taka á þessum málum og hjálpar það verulega að vera komnir aftur í Evrópu.

Davíð bendir á að það sé skilyrði fyrir lið á borð við FH að spila í Evrópukeppni á hverju einasta tímabili.

,,Þetta hjálpar ekki og við þurfum bara, klúbburinn og félagið að sjá til þess, ég tek það reyndar fram að þetta var stórlega ýkt, það gerist þegar sögur fara á kreik en við þurfum bara að sjá til þess að komast í betri mál hvað þetta varðar.“

,,Það er ekkert skrítið heldur, við misstum af Evrópukeppni í fyrsta sinn í rosalega mörg ár. Að sjálfsögðu gerir það þetta meira krefjandi og við einhvern veginn ákváðum að halda bara áfram, við ætlum að ná Evrópusæti á næsta ári. Við ætluðum líka að vinna deildina og bikarinn.“

,,Það er lágmarkskrafa að komast aftur í Evrópukeppni og það tókst og nú þarf klúbburinn og þeir sem starfa fyrir félagið að sjá til þess að þessir hlutir verða í lagi. Af lang stærstum hluta á mínum ferli þá voru þessir hlutir í mjög góðu lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands